Gallerí Kambur - Sagan
Gunnar Örn Gunnarsson stofnaði og rak til dauðadags, alþjóðlegt gallerí á bæjarhólnum á Kambi sem hét Galleri Kambur. Sýningar voru haldnar í maí og september ár hvert frá árinu 1998 og þangað til Gunnar lést árið 2008. Á þeim tíma héldu margir þekktir listamenn sýningar m.a. Ólafur Elíasson, Einar Þorsteinn, Lone Mertz, Helgi Þorgils, William Antony ofl.
Hugsjón Gunnars var að reka Gallerí Kamb sem non-profit gallerí þar sem listamenn komu og settu upp sýningarnar sjálfir eða með hjálp Gunnars. Alþjóðlegir listamenn hafa því í gegnum tíðina komið og dvalið á Kambi í kringum uppsetningu á eigin sýningum.
Á sýningum hjá Gallerí Kambi hefur ávalt verið frítt inn fyrir almenning. Staðarhaldarar myndi vilja halda þessum hætti áfram við rekstur gallerísins.
